Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grand old man

Sigurður er virtur í sínu fagi og þeir eru fáir jafnokar hans í lögfræðinni.  Hann veit betur en margur hvort er betra að fara eða bíða.  Af hverju ekki að leita ráða hjá þeim sem best vita áður en lagt er út í óveðrið. 
mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum betra að þegja

Væri nú ekki rétt að þessi kona héldi sig til hlés.  Ég held það fari best á því. 


mbl.is Óhjákvæmilegt að sameina háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tortímandinn snýr aftur

 

Tortímandi og kistuberi Árvakurs er mættur. Eyðileggingarmáttur hans er í sögulegu hámarki.  Síminn til þess að segja upp áskrift er  569-1115.


mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oliver Twist (Tveir útsendarar) og Fagin (Guðlaugur Þór )

Málinu er ekki lokið.  Það er aðeins búið taka klæðin af hinu rotnandi líki, en hreinsunin er eftir, ef hún er þá gerleg.  Ef Guðlaugur Þór heldur því fram að hann hafi ekki vitað hversu mikinn feng hinir tveir útsendarar hans komu með í höfn talar hann niður til fólks og heldur það grunnhyggið - ekki ósvipað og fyrrverandi formaður flokksins Davíðs Oddsson talaði alltaf við fólk eins og það væru asnar. 

Fagin, sá hinn illræmdi "fósturfaðir" drengjanna í Oliver Twist sem gerði strákana út, sendi þá út á götu til þess að stela úr vösum vissi alltaf hvað þeir komu með heim.  Guðlaugur Þór vissi líka, um fenginn sem útsendararnir komu með að landi sem og aðrir framámenn í flokknum.   Enginn minnist á varaformanninn, ætlar einhver að halda því fram að hún hafi ekki vitað af þessum "styrkjum" eða það sem ætti öllu heldur að kalla mútur?


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir stjórnunarhættir

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.                                                                                                             

 

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu sjö menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktúr íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.                                                          

 

Eftir margra mánaða vinnu komust stjórnunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru  of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann, voru nú hafðir fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn “mótiveraður” samkvæmt meginreglunni: “að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð”.                                                                                                       

 

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti. Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn vegna lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna hinnar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.


Er Gaddafi búinn að skrifa undir?

Höfuðborgin í Líbýu heitir víst Trípólí.  Er þessi leiksýning ekki orðin jafn mikil fantasía og myndirnar sem voru sýndar í Trípólíbíó í gamla daga?  Hvernig endar myndin?  Vinna skúrkarnir og tapa hinir góðu?

 


mbl.is Staðfestir viðræður við Líbýumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiksýningin verður að halda áfram

Einhvern veginn er það nú þannig að þegar maður er byrjaður að skrifa er erfitt að hætta alveg.  Það er eitthvað sem rekur mann áfram. Stundum einhver tjáningarþörf en stundum einhver frásagnarþörf sem, þegar öllu er á botninn hvolft, virðist ríkari meðal Íslendinga en flestra annarra þjóða.                                        

Umræðan heldur áfram, hún hættir ekkert, leiksýningin verður að halda áfram:  The Show must go on.  


Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur

Hjörtur Kristmundsson var skólastjóri í Breiðagerðisskólanum, sem var  barnmargur skóli í smáíbúðahverfinu.  Hann er enn starfræktur.  Ég gekk í þennan skóla upp úr miðri síðustu öld og olli skólavist mín mikilli mæðu nokkurra annars ágætra kennara. 

Hjörtur var eftirminnilegur persónuleiki og skemmtilegur. En hann var strangur og það var ekki gaman að vera tekinn á teppið hjá honum. 

Hann var bróðir Steins Steinarr (Aðalsteins Kristmundssonar) og hafði skáldgáfu eins og Steinn.  Þessi staka er eftir Hjört:

Árin tifa, öldin rennur;

ellin rifar seglin hljóð;

fennir yfir orðasennur,

eftir lifir minning góð.


Bréf Össurar

Voru þessi bréf Össurar til Ingibjargar Sólrúnar eða einhvers í Sjálfstæðisflokknum?  Það væri þá ekkert skrítið að þau hefðu gengið kaupum og sölum. 
mbl.is Mesta veltan með bréf Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blikkandi viðvörunarljós

 

Ég hef ekki skrifað blogfærslu í nokkra daga.  Ég hafði ætlað mér að gera stutt hlé á máli mínu.  En nú fæ ég ekki orða bundist.                                                                     

 

Undanfarna daga hafa umræður í þjóðfélaginu snúist um hver sagði hvað við hvern og þá hvenær og ef hann sagði ekki eitthvað af hverju sagði hann það við þennan en ekki hinn.                                                                                                                              

Í stuttu máli virðast ráðherrar ríkisstjórnarinnar koma af fjöllum þegar málið snýr að upplýsingaflæði á milli þeirra og þeir virðast allir sem einn hafa látið formann bankastjórnar Seðlabankans hafa sig að fíflum.  Þeir hafa samt enga tilburði sýnt til þess að biðjast afsökunar á sofandahætti sínum né heldur að hreinsa til í Seðlabankanum. 

 

Málið snýst öðrum þræði um það hvort einhverjar upplýsingar hafi legið fyrir, t.d snemma í vor,  hvort bankarnir þrír mundu hafa burði til þess að lifa af fjármálakreppuna. 

 

Þegar grannt er skoðað lá þetta hins vegar allt á borðinu og þarf ekki dylgjur né oflæti seðlabankastjórans til þess að staðfesta það.  Viðvörunarljósin höfðu margoft logað í stjórnborðinu. 

 

Þessari fullyrðingu til staðfestingar er frétt á vefsíðu RÚV frá 3. mai 2008, þar sem segir:

“Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir að kreppan í íslenska hagkerfinu standi í það minnsta fram á næsta ár, hugsanlega lengur. Hann leggur til að gjaldeyrisstaðan verði styrkt með erlendu láni upp á 5-600 milljarða króna. Þetta kom fram í erindi sem Ragnar hélt á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þar sem hann ræddi íslenskt efnahagslíf. Hann byrjaði á að skilgreina stöðuna sem íslenskt hagkerfi væri í núna. Það hefði verið í kreppu sem hófst seint á síðasta ári og stendur fram ánæsta ár. Hún gæti jafnvel staðið lengur ef hún verður tekin röngum tökum.Kreppan verði fremur djúp miðað við fyrri kreppur á Íslandi að sögn Ragnar. Hversu djúp ráðist af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Og Ragnar hefur áhyggjur af stöðunni núna. Hann segir að í augnablikinu steðji meiri vá að íslensku efnahagslífi en áður í lýðveldissögunni því nú sé íslensku fjármálakerfi verulega ógnað í fyrsta skiptið. Ástæðan er sú að erlendir aðilar treysta ekki bönkunum til að borga skuldir sínar. Bakábyrgð Seðlabankans og ríkisins sé ekki til staðar þar sem bankarnir séu of stórir fyrir íslenska hagkerfið.Ragnar telur að hægja muni á hjólum atvinnulífsins, þjóðarframleiðslan verði minni á þessu ári en í fyrra og að atvinnuleysi verði allt að 5%. Þetta eru svartsýnni spár en komið hafa frá fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum. Ríkissjóður verði svo rekinn með 50-100 milljarða króna. Ragnar leggur til að tekið verði hátt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisforðann, að minnsta kosti fimm til sex hundruð milljarðar króna. Með því móti hætti erlendir aðilar að vantreysta bönkunum. Hann bætti því við að vaxtakostnaður lánsins yrði fimm til tíu milljarðar króna. Það myndu bankarnir glaðir borga sjálfir, enda séu þeir nú að bera meiri kostnað af lægri lánum.”

Hér er fréttin öll, smellið á hér að neðan: 

 

URL=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item204189/                                                                                                                                                                      Hér  Hér voru sem sé viðvörunarljós farin að blikka í mælaborðinu, og ekki þau einu,  en flugstjórinn var annaðhvort sofandi eða virti aðvörunina að vettugi.  Vítavert mundi einhver segja. Og nú fyrst á að fara að skoða hvað er í “svarta kassanum” úr brakinu.       

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband