Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"The winner takes it all" Tap smáþjóðar

 

Erum við að verða lúserar í evrópsku samfélagi?  Er okkur sem þjóð varpað fyrir róða vegna þess að við erum vanmáttug og smá?  Er það rétt að "The winner takes it all?"

Hér er textinn og lagið með ABBA:  smellið á

 


Í auga óreiðunnar: Síðasta tilboð Íslendinga

 

Get ekki látið hjá líða að skrifa ljós Einars Más Guðmundssonar hér af þessu tilefni:

 

Því miður herra framkvæmastjóri,
ég hef ekkert að bjóða
í þessum samningaviðræðum
nema þrjú tonn af kokteilsósu,
örfá eintök af dýrafræði Jónasar frá Hriflu
og allar hljómplötur Árna Johnsens.


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárglæpamenn enn í viðtölum

 

Það er með ólíkindum hvernig hver á eftir öðrum þessara fjárglæpamanna reynir að hvítþvo sig í fjölmiðlum.  Þeir eru auðvitað að reyna að endurheimta æruna, sem er jú ansi mikið meira virði en peningarnir sem þeir sólunduðu, en það er bara því miður mjög erfitt og síst af öllu núna þegar skútan er á hvolfi.  Þessi 30 manna hópur ætti að halda sig til hlés, það er ekki hægt að trúa einu einasta orði af því sem þeir segja.

Hitt er rétt hjá Björgólfi að ummæli Davíðs Oddssonar og þáttur hans í þessu tragíska spili er stór og í rauninni svo stór þegar maður lítur á verk hans og orð í samhengi að það má fullyrða að enginn einn maður hefur haft jafn neikvæð áhrif á íslenskt samfélag fyrr og síðar, hann er mesti landráðamaður Íslands frá upphafi.   Megi sagan dæma verk hans. 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn tala tungumál þjóðarinnar! Stórkostlegt!

 

Loksins, loksins!!  Maður lyftist upp í sætinu við að lesa þessa frétt.  Er raunverulega að eiga sér stað einhver hugarfarsbreyting sem er sýnileg og heyranleg?  Öll þjóðin er búin að kalla og kalla:  við viljum skipta út í Seðlabankanum en það hefur enginn á stjórnarheimilinu viljað hlusta.  Núna loksins koma menn og tala tungumál sem við Íslendingar skiljum.  Til hamingju Skagamenn, ykkur verður minnst sem sporgöngumanna.  Þið eruð hetjur dagsins!


mbl.is Stjórnendur Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar leikmaður stendur sig illa í boltanum

Þegar leikmaður stendur sig illa á vellinum í bolta er skipt inná.  Þetta ættu flestir að þekkja.  Það er enginn góður kostur í stöðunni, þar rataðist forsætisráðherra satt orð á munn.  En hefur hann hugleitt að eini kosturinn í stöðunni er að skipta út, mynda utanþingsstjórn, reka Seðlbankaliðið í heild sinni og byrja með hreint borð?  Það verður aldrei sátt um annað í þessu þjóðfélagi.  Og því fyrr því betra.  Þeir sem viðurkenna mistök sín og hverfa af vettvangi eru meiri menn en hinir sem halda áfram að klóra í bakkann og reyna að breiða yfir glappaskotin. 
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skara eld að sinni köku, Davíð og JÁJ

Jón Ásgeir segir í þessari frétt að það eina sem hafi vakað fyrir honum með því að festa kaup á 365 hafi verið að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.  Þeir eiga það sameiginlegt félagarnir Jón Ásgeir og Davíð Oddsson að þeir halda alltaf að þeir geti haldið áfram að ljúga að þjóðinni endalaust og það er kannski þeirra mesta mein að telja alla aðra vera trúgjarna vitleysinga.  Staðreyndin er nú bara sú að það trúir enginn einu einasta orði af því sem þið segið lengur því þið eruð ekki að hugsa um hag fyrirtækja eða þjóðarinnar, þið eruð báðir tveir að hugsa um eigin rass og það vita allir.  Ráðlegging til ykkar beggja:  hættið að koma fram í fjölmiðlum, það nennir enginn að hlusta á ykkur lengur.  Sagan mun dæma ykkur báða, þið hafið báðir tapað ærunni. 
mbl.is Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ábyrgur? Skiptum um áhöfn.

 

Þessi umræða um Icesafe reikningana hefur öll farið í uppnám og klúður vegna orða formanns bankastjórnar Seðlabankans í fjölmiðlum.  Hefði hann haft vit á því að haga orðræðu sinni á þann hátt að það væri vilji Íslendinga að greiða eins og mikið og hægt væri til innistæðueigenda hvar í landi svo sem þeir væru, liti málið öðru vísi út.  Evrópuþjóðirnar þoldu ekki hrokann í DO:  "við ætlum ekki að borga......".  

Þeir Björgólfsfeðgar hafa líka sagt að það sé nóg af eignum í gamla Landsbankanum fyrir skuldum.  Hvar eru peningarnir?  Veit það einhver?  Kannski núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans sem ætti að vera öllum hnútum kunnug, hún átti jú drjúgan þátt í klúðrinu, lánaði hún ekki peningana sem komu inn á Icesafe reikningana til gæluverkefna sem klúðruðust?  Ef einhver veit betur væri ég þakklátur fyrir að vera upplýstur. 

Davíð Oddsson, Elín bankastjóri Nýja Landsbankans eru enn við stjórnvölinn.  Sem og fleiri sem eru ábyrgir fyrir klúðrinu.  Hvergi í víðri veröld myndu stjórnunarhættir af þessu tagi líðast.  Við viljum skipta um áhöfn og höfum ítrekað  það oftar en einu sinni.  Eru menn að bíða eftir borgarastyrjöld?  Hún er ekki langt undan ef þetta fólk fer ekki frá, og það strax. 


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grani í Seðlabankanum og Geir vinur hans

 

Menn tala mikið um háar tölur, stórar upphæðir, þjóðargjaldþrot, hrun o.s.frv.  Orsakanna er eflaust að leita í mörgum samverkandi þáttum.  Þó er einn sem er stærstur.  Það er Davíð Oddsson með afspyrnuklaufalegum yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum, hroka og valdníðslu sem honum einum er lagið.

Hafa Íslendingar sett þessi ósköp sem á þjóðina hafa dunið í samhengi og áttað sig á því að sá maður hefur valdið íslensku þjóðinni mestum skaða og harmi frá því að land byggðist?  Þessi maður er enn í vinnu hjá okkur, hann er hæst launaði embættismaður ríkisins!!

Hann verður dæmdur af sögunni. 


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listinn yfir fjárglæpamennina/ Jón Ásgeir o.fl.

 

Hér er listinn yfir fjárglæpamennina sem sigldu íslensku þjóðarskútunni í kaf. Þú ert þeirra á meðal, Jón Ásgeir, og verður það.  Listinn verður birtur vikulega þar til yfir ykkur hefur verið réttað.  Ekki reyna að breiða yfir misgjörðir þínar, Jón Ásgeir, það tekst ekki að ljúga lengur að íslensku þjóðinni.  Hið sanna mun koma í ljós. 

1.    Björgólfur Thor Björgólfsson   2.    Björgólfur Guðmundsson    3.    Magnús Þorsteinsson 4.    Ágúst Guðmundsson    5.    Lýður Guðmundsson   6.    Sigurður Einarsson   7.    Hreiðar Már Sigurðsson   8.    Jón Ásgeir Jóhannesson   9.    Kristín Jóhannesdóttir  10.  Ingibjörg Pálmadóttir  11.  Gunnar Smári Egilsson   12.  Gunnar Sigurðsson  13.  Pálmi Haraldsson   14.  Jóhannes Kristinsson  15.  Magnús Ármann  16.  Þorsteinn M. Jónsson  17.  Kári Stefánsson       18.  Hannes Smárason   19.  Kristinn Björnsson  20.  Magnús Kristinsson   21.  Bjarni Ármannsson      22.  Róbert Wessmann 23.  Ólafur Ólafsson 24.  Karl Wernersson  25.  Þorsteinn Már Baldvinsson   26.  Sigurjón Árnason    27.  Halldór Kristjánsson     

   Einhverja vantar á listann. 


mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló! Geir og Grani! Eruð þið þarna?

Mundir þú lána manni peninga sem ekki er hægt að treysta?  Er ekki ósköp eðlilegt að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn dragi lappirnar þar sem stjórn landsins vantar styrk og kraft.   Hún er rúin trausti þjóðarinnar.  Forsætisráðherra landsins neitar að víkja úr starfi flokksbróður sínum og vini, bankastjóra Seðlabankans, manni sem langmestur hluti þjóðarinnar þolir ekki og vill burtu.  Er hægt að treysta svoleiðis stjórnmálamönnum?  Mönnum sem koma af fjöllum þegar talað er um lán frá öðrum löndum, mönnum sem ekki virðast tala saman?  Er ekki bara ósköp eðlilegt að lánveitendur spyrji:  Viljið þið að við lánum ykkur peninga, ykkur sem sváfuð á verðinum meðan fjárglæframenn fóru ránshendi um bankana ykkar?  Er ekki eðlilegra að þið víkið og fáið einhverja sem við getum treyst til þess að stýra skútunni?  Halló!  Geir og félagar!  Heyrið þið ekki, þjóðin er búin að kalla á ykkur vikum saman en þið sitjið eins og límdir við stólana!.  Vaknið, gerið eitthvað! Hlustið að minnsta kosti!


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband