Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.11.2008 | 12:20
Þjóð öfganna
Meðalvegurinn er vandrataður. Við Íslendingar erum dálítið mikið annaðhvort í ökkla eða eyru, einn daginn keyrir eyðslan úr hófi fram, annan daginn erum við samansaumuð. Við erum öfgaþjóð. Þetta skilja útlendingar ekki, þeir skilja hreinlega ekki íslenska hugarfarið, sem kannski ekki er von. Þetta minnir mig á stökuna sem ég heyrði einu sinni:
Undarleg er vor rulla,
í þessu jarðlífi,
annaðhvort er það drulla,
eða þá harðlífi.
Best að hafa bara meltinguna í lagi.
11.11.2008 | 22:35
Mamma mia: Money, money, money. Mammon konungur.
Lífið á Íslandi snýst um peninga þessa dagana. Flesta vanhagar um peninga, sumir hafa meira af þeim en sæmandi þykir. Menn minnast orða Bólu-Hjálmars:
Það er dauði og djöfuls nauð
að dyggðasnauðir fantar
safni auð með augun rauð
meðan aðra brauðið vantar
ABBA flokkurinn (eins og Jón Múli kallaði þau) hefur líka fjallað um málið:
11.11.2008 | 21:57
Jón og séra Jón
Sumir eru búnir að koma sér upp gjaldeyrisforða. Eða hafa náð í nokkrar ferðatöskur af evrum korter fyrir hrun bankans. Og fara bara í fríið.
Aðrir verða bara að láta sig hafa það svona.
Það er nú bara svona ástandið sagði einhver, en þetta lagast.
"All animals are equal but some animals are more equal than others" (George Orwell: Animal Farm, 10. kafli).
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2008 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 12:17
Vorkvöld í Reykjavík
10.11.2008 | 17:42
Hin evrópska kúgun
Við Íslendingar þekkjum örbyrgð og kúgun frá fyrri öldum. Á síðustu áratugum höfum við hins vegar öðlast frelsi og allsnægtir sem við höfum farið illa með undanfarin ár. Við höfum látið ginnast af Mammon og baðað okkur í ofneyslu og bruðli. Nú er komið að skuldadögum og timburmönnum, partíið er búið. Það þarf að borga fyrir brúsann.
Í dag berast þau tíðindi (sem reyndar ættu ekki að koma neitt sérlega mikið á óvart), að af hinu evrópska samfélagi sé okkur gert að taka á okkur meiri skuldir og meiri klafa en við ráðum við til skamms tíma. Byrðarnar eru svo miklar að það tæki okkur áratugi að vinda ofan af skuldaklafanum.
Síðustu vikurnar hefur bara verið talað um lán og aftur lán. Það er engu líkara en maður heyri enduróma auglýsingu frá fjármálastofnun fyrir 2-3 árum: Taktu lán hjá S-24 og þú hagnast! Skilaboð stjórnvalda til okkar eru á þann veg núna: tökum bara lán og þetta reddast. Þetta eru ekki skilaboðin sem við viljum senda til barna okkar og niðja okkar yfirleitt. Heldur miklu fremur þessi: vertu ráðdeildarsamur, safnaðu, eyddu ekki um efni fram, vertu forsjáll.
Sýnum því frekar dug og þor og að við látum ekki kúga okkur. Við skiptum ekki við okurlánara eða handrukkara. Við megum ekki láta glæp þrjátíumenninganna og andvaraleysi íslenskra ráðamanna fjötra börn okkar og afkomendur þeirra í áratuga helsi skulda og áþjánar.
10.11.2008 | 16:04
Leikhúsið við Austurvöll: uppselt á allar sýningar!
Margir skemmtilegir farsar hafa verið sýndir á Íslandi síðustu árin. Menn fara í leikhús, hlæja og skemmta sér, fara svo heim og muna ekkert sérstaklega um hvað leikritið fjallaði.
Þetta er hins vegar orðin þvílík endaleysa að það er ekki hægt að tala um farsa, þetta er ekki einu sinni tragíkómískt heldur hátragískt svo maður sletti leikhúsmáli. Ekki einasta hafa Hannes og hryðjuverkamennirnir okkur að fíflum heldur þessir menn líka ( og þú líka Brútus!). Látið okkur vita þegar sýningin er búin. Við ætlum ekki að klappa.
Ráðherrarnir koma af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 15:54
Lögmál Parkinsons
Lögmál Parkinsons segir að:
- Verkefni munu taka þann tíma sem þeim er úthlutað.
Lögmálið var fyrst sett fram af C. Northcote Parkinson í bókinni Parkinson's Law: The Pursuit of Progress sem gefin var út árið 1958. Það er sett fram sem afleiðing af mikilli reynslu Parkinsons á breskri skriffinsku.
Samkvæmt Parkinson þá er lögmálið afleiðing tveggja samverkandi krafta. Annarsvegar vilja embættismenn fjölga undirmönnum sínum, en ekki keppinautum, og hinsvegar skapa embættismenn vinnu hver fyrir annan. Hann benti líka á að á hverju ári varð 5-7% aukning á starfsmannafjölda í opinberri þjónustu, óháð breytingum á magni vinnu (ef nokkrar voru).
Lögmálið hefur verið aðlagað að tölvuiðnaðinum, þar sem að sagt er að gagnamagn mun aukast þar til að allt tiltækt pláss er í notkun. Þetta er byggt á þeirri athugun að kaup á meira minni ýti undir notkun minnisfrekari aðferða; en á síðastliðnum 10 árum hefur magn minnis í tölvum (bæði vinnsluminnis og geymsluminnis) tvöfaldast á 18 mánaða fresti (sjá lögmál Moores).
Lögmálið hefur verið útvíkað enn frekar sem: Kröfur sem gerðar eru til auðlindar aukast alltaf þar til að auðlindin er fullnýtt. - Þetta gæti átt við um náttúruauðlindir, raforku, tíma eða mannauð, svo að dæmi séu tekin.
Úr Wikipediu, (frjálsa alfræðiritinu).
Getur verið að eitthvað af þessu eigi við ástandið hjá okkur í dag?
10.11.2008 | 14:37
Hannes og hryðjuverkabandalagið
9.11.2008 | 21:54
Vigdís og lífsspekin
9.11.2008 | 21:25
Trúverðugur??
Dettur einhverjum lifandi manni á Íslandi í hug að það sé hægt að trúa einu einasta orði af því sem þessi maður segir? Hann hefur valdið meiri skaða fyrir Ísland og íslensku þjóðina en nokkurn getuð órað fyrir. Svo heldur hann að hann geti komið í fjölmiðla eina ferðina enn og logið? Er ekki nóg komið?
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |