20.11.2008 | 22:25
Blekkingarvefur Kára og Hannesar
Íslensk erfðagreining eða DeCode átti að heita óskabarn íslensku þjóðarinnar. Guðfaðir fyrirbærisins var Davíð Oddsson sem mærði þetta fyrirtæki eða öllu heldur þetta fyrirbæri bæði innanlands og utan meðan hann var einræðisherra. Enda þeir góðir mátar úr skóla Davíð og Kári.
Fyrirbærið var reyndar ekkert annað en hugmynd sem var seld íslenskum almenningi jafnt sem útlendingum dýru verði og flestir sem létu hafa sig í að fjárfesta í þessu apparati hafa tapað miklum peningum, margir aleigunni, yfirleitt venjulegt íslenskt alþýðufólk.
Þeir sem högnuðust á þessari hugmyndasmíð, og því sem var í rauninni aldrei annað en viðskiptaleg blekking, voru eiginlega bara tveir: Kári Stefánsson og Hannes Smárason. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð og margar fjölskyldur í gjaldþroti eða að minnsta kosti með tómar buddur. Íslensk þjóð á ekkert vantalað við þá annað en að óska þess að þeir hverfi úr augsýn svo fljótt sem verða má.
Þetta fyrirbæri, DeCode, verður aldrei barn í brók. Þess verður getið í sögubókum afkomenda okkar, einkum til viðvörunar um að svona leikur maður ekki meðbræður sína.
![]() |
Gengi bréfa deCODE aldrei lægra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Höfundur er sjálfstætt starfandi við sitt fag. Hann er annars áhugamaður um tónlist (spilar og semur smávegis, smellið á tónlistarspilarann hér að neðan) en einnig andleg málefni, spaug og spé og mannlegt samfélag. My mama always said life was like a box of chocolates, you never know what you´re gonna get.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- http://eyjan.is fréttir og umræða
- Baggalútur Upplyfting á hverjum degi
Tónlist
- http://chordie.com Tónlistarvefur
- http://jango.com Tónlistarvefur
- http://tonlist.is Íslensk tónlist
- http://deezer.com Tónlistarvefur
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
agbjarn
-
gudmundurmagnusson
-
drsaxi
-
juliusvalsson
-
svanurmd
-
lillo
-
bjarnihardar
-
jakobsmagg
-
astromix
-
reykur
-
aevark
-
amman
-
heidah
-
baldis
-
andreaolafs
-
andres
-
volcanogirl
-
annabjo
-
asdisran
-
hugdettan
-
aslaugfridriks
-
baldurkr
-
baldvinj
-
berglist
-
kaffi
-
birgitta
-
gudmundsson
-
bjornf
-
foldin
-
bokakaffid
-
salkaforlag
-
dofri
-
doggpals
-
egill
-
egillrunar
-
einaroddur
-
esv
-
eythora
-
ea
-
fannarh
-
fosterinn
-
mosi
-
gudrunmagnea
-
gudruntora
-
zeriaph
-
gullilitli
-
gullvagninn
-
gunnaraxel
-
gunnarggg
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gbo
-
halldorjonsson
-
hallgrimurg
-
hallurmagg
-
hallibjarna
-
harhar33
-
haukurn
-
heidistrand
-
hlf
-
rattati
-
helgasigrun
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
fleipur
-
gorgeir
-
hlynurh
-
holmdish
-
ingibjorgelsa
-
jensgud
-
johnnybravo
-
joiragnars
-
jonaa
-
jax
-
joningic
-
jonmagnusson
-
prakkarinn
-
julli
-
vesturfarinn
-
katrinsnaeholm
-
askja
-
kjartan
-
kolbrunb
-
roggur
-
kga
-
larahanna
-
lara
-
vonin
-
altice
-
marinogn
-
mariaannakristjansdottir
-
mariakr
-
omarragnarsson
-
otti
-
pallvil
-
frisk
-
ragnarfreyr
-
raggipalli
-
ranka
-
ragnhildur
-
ragganagli
-
ransu
-
undirborginni
-
salvor
-
sbodvars
-
sij
-
sjonsson
-
siggith
-
sigurjonth
-
zunzilla
-
skak
-
stebbifr
-
steingerdur
-
lehamzdr
-
eyverjar
-
sveinni
-
mitt
-
svei
-
stormsker
-
saemi7
-
isspiss
-
thee
-
vefritid
-
postdoc
-
tolliagustar
-
thoragud
Af mbl.is
Viðskipti
- Auka hlutafé um 800 milljónir
- Rökræðið
- Þurfum að horfa til samkeppnishæfni
- Fréttaskýring: Frjálst fólk greiðir með reiðufé
- Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands
- Landsbyggðin ber uppi skattsporið
- Óvarlegt að refsa með verri kjörum
- Hampiðjan greiddi þrjá milljarða fyrir indverskt félag
- Ræða áskoranir stafrænnar umbreytingar
- Ísland komið á stóra sviðið
- Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni
- Viðskiptastríð um fágætismálma
- Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar
- Kínverjar vængstýfa Boeing
- Dregið mjög úr áhuga á Íslandi á lykilmörkuðum
Athugasemdir
Þetta var víst æfingaverkefnið. Og svo.....skelfing vorum við heimsk og sérstaklega við kjósendur Sjálfstæðisflokksins.
Meira að segja ég ætla að mótmæla á laugardaginn. Ég prúði drengurinn.
Guðmundur Pálsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:26
deCODE hefur góðan aðgang að fjölmiðlum. Við fáum reglulega fréttir af "stórmerkum" uppgötvunum deCODE.
Hvað hafa þessar uppgötvanir skilað okkur? Nýjum lækninga aðferðum? Nýjum lyfjum? Svör við slíku eru vel þegin.
Þetta mynnir á fréttirnar sem koma reglulega af vísindamönnum við (einkarekna) bandaríska háskóla. Þar eru með jöfnu millibili gerðar "stórmerkar" uppgötvanir, stundum eitthvað sem allir vissu fyrir. Þeir þurfa jú að viðhalda frægðinni. Það heldur uppi verðgildi hlutabréfanna og til þess er leikurinn gerður.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:59
Ahh.. ég var búin að gleyma að Davíð Oddson tengdist DeCODE og vissi ekki að Hannes Smárason þekkti eitthvað til þar.
Svona til gamans, er ekki til aðgengileg skrá yfir starfsmenn fjármálastofnana aftur í tímann og listi yfir afrek hvers og eins á hverjum tíma? Bónusarnir hljóta að hafa verið merktir verkefni, þeir sem fengu feitasta Bónusinn hljóta að hafa verið aktívastir í sölu...
Hvenær byrjaði annars DeCode á Íslandi? Og hvernig fór lagasetningin, sem leyfði að einkafyrirtæki fengi aðgang að öllum heilbrigðisupplýsingum Íslendinga, fram? Hvaða fólk var þar helst með og á móti.
Kveðja, Káta
Káta (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.