Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.11.2008 | 09:50
Virđing og vanhćfni
Í góđri grein í Morgunblađinu í dag fjallar Jón Daníelsson, hagfrćđingur viđ London School of Economics um ađ setja hagsmuni ţjóđarinnar fremst og segir međal annars: "Til ađ Seđlabankinn geti sinnt hlutverki sínu er nauđsynlegt ađ hann njóti trausts almennings og stjórnvalda í landinu".
Annars stađar segir: "Ţađ tíđkast hvergi međal vestrćnna ţjóđa ađ stjórnmálamenn séu valdir seđlabankastjórar. Ţvert á móti, ţađ ţćtti hin mesta fásinna ađ skipa fyrrverandi forsćtisráđherra sem seđlabankastjóra - - "
Hvernig á Seđlabankinn sem gjörsamlega er rúinn trausti almennings og trúlega stjórnvalda, ađ minnsta kosti margra ráđamanna innan stjórnarinnar, ađ hafa fullkomna stjórn á ţví hvernig fjármagninu frá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum (IMF) verđur variđ?
Einstaklingum sem ekki hafa kunnađ ađ fara međ fé og komnir eru í greiđsluţrot eru ekki afhentir peningar, ţeim fá svokallađan fjárhaldsmann. Sá ađili sér um fjármálin og kemur skikk á ţau eftir bestu getu. Honum er faliđ ţetta hlutverk vegna ţess ađ honum er treyst en hinum óráđvanda ekki.
Íslenskur almenningur og margir stjórnarliđar treysta ekki Seđlabankanum og allra síst bankastjóra Seđlabankans. Ţađ er beinlínis vanvirđing viđ landsmenn ađ sú stofnun međ ţann mann viđ stjórn fái ađ hlutast til um hvernig fé sem ćtlađ er til ađ rétta viđ ţjóđarskútuna er variđ. Engum blandast hugur um ađ bankastjórn Seđlabankans átti drjúgan ţátt í ţví ađ ţađ fór sem fór.
Seđlabankinn stjórnar ráđstöfun IMF lánsins | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 22:25
Blekkingarvefur Kára og Hannesar
Íslensk erfđagreining eđa DeCode átti ađ heita óskabarn íslensku ţjóđarinnar. Guđfađir fyrirbćrisins var Davíđ Oddsson sem mćrđi ţetta fyrirtćki eđa öllu heldur ţetta fyrirbćri bćđi innanlands og utan međan hann var einrćđisherra. Enda ţeir góđir mátar úr skóla Davíđ og Kári.
Fyrirbćriđ var reyndar ekkert annađ en hugmynd sem var seld íslenskum almenningi jafnt sem útlendingum dýru verđi og flestir sem létu hafa sig í ađ fjárfesta í ţessu apparati hafa tapađ miklum peningum, margir aleigunni, yfirleitt venjulegt íslenskt alţýđufólk.
Ţeir sem högnuđust á ţessari hugmyndasmíđ, og ţví sem var í rauninni aldrei annađ en viđskiptaleg blekking, voru eiginlega bara tveir: Kári Stefánsson og Hannes Smárason. Ţeir skilja eftir sig sviđna jörđ og margar fjölskyldur í gjaldţroti eđa ađ minnsta kosti međ tómar buddur. Íslensk ţjóđ á ekkert vantalađ viđ ţá annađ en ađ óska ţess ađ ţeir hverfi úr augsýn svo fljótt sem verđa má.
Ţetta fyrirbćri, DeCode, verđur aldrei barn í brók. Ţess verđur getiđ í sögubókum afkomenda okkar, einkum til viđvörunar um ađ svona leikur mađur ekki međbrćđur sína.
Gengi bréfa deCODE aldrei lćgra | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 22:13
Anarkismi í vondu hjónabandi
Í íslensku efnahagslífi hefur undanfarin ár ríkt anarkismi eđa fullkomiđ stjórnleysi.
Hugmyndafrćđingar Sjálfstćđisflokksins, ţeirra á međal Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hafa tönnlast á frelsishugtakinu, frelsi í fjármálum og frelsi til allra hluta, frelsi sem átti ađ leiđa til aukinnar velsćldar bćđi fyrir einstaklinginn og fyrir ţjóđfélagiđ í heild.
Ţessi nýfrjálshyggja ţeirra Sjálfstćđismanna sem međal annars birtist í einkavćđingu bankanna á sínum tíma var ţegar upp er stađiđ í rauninni ekkert annađ en anarkismi eđa fullkomiđ stjórnleysi. Banhungruđum villidýrum var sleppt lausum án eftirlits á bráđir sínar. Ţeir hjuggu heilu hjarđirnar á hćgri og vinstri uns blóđiđ lagađi úr og rann og ţessi villidýr ţyrmdu engu sem á vegi ţeirra varđ. Íslenska efnahagskerfiđ blćddi og blćddi og nú liggur ţađ í sárum sínum međvitundarlítiđ.
Ţađ má ţví ljóst ţykja ađ hömluleysiđ var ekki gćfuspor fyrir íslenska ţjóđ. Ţađ sem átti ađ heita einkavćđing og átti ađ verđa til ţess ađ almenningur á Íslandi eignađist fjármálafyrirtćkin varđ ađ spilaborg sem byggđ var af fáum einstaklingum sem sáust ekki fyrir og skorti alla dómgreind á eigin gerđir. Spilaborgin hrundi og ţeir sem hana byggđu létu sig hverfa.
Nú virđist anarkisminn hafa náđ ađ smita stjórnarheimiliđ. Ţar ríkir ein allsherjar ringulreiđ og annar flokkurinn veit ekki hvađ hinn gerir og ţar liggur viđ ađ menn berist á banaspjótum. Ţađ er allavega vart hćgt ađ tala um kćrleiksheimili. Eiginlega er ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar eins og vont hjónaband sem haldiđ er saman vegna barnanna. En börnin skynja veruleikann betur en margur hyggur og yrđu fegin hjónaskilnađinum. Ţađ ríkti ţá alla vega friđur á ef af honum yrđi og hćgt vćri ađ byrja nýtt líf á nýjum grunni.
Ekki stefna ađgerđunum í hćttu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 16:42
Ţetta er nú algjör billjón ( eđa einhver jón bara)
Billjón er heiti yfir stóra tölu, milljón milljónir, sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000, sem 1012, eđa sem ţúsund milljarđar. (Wikipedia)
Ef ég kann ennţá ađ reikna eru 10,2 milljarđar dala sama og 1400 milljarđar íslenskra króna eđa 1,4 billjón. Ţađ er heildarlánapakkinn samkvćmt áćtlun Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins.
1,4 billjón deilt međ 330.000 eru 4 milljónir. = skuld á hvern landsmann.
Heildarlánapakkinn 10,2 milljarđar dala | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 15:49
Hvítţvottur á skít án árangurs
Ţađ er sennilega sama hvađa ađferđ er notuđ til ţess ađ reyna ađ hvítţvo seđlabankastjóra af skítnum, hún virkar ekki. Sennilega höfum viđ ţó ađeins séđ hluta af ósómanum. Daglega birtast fréttir af ofsóknum, misgjörđum, stjórnsemi og undirferli formanns bankaráđs Seđlabankans, Davíđ Oddssyni. Hann hefur komiđ öllu upp í loft í ţinginu. Ţađ er alveg sama hvađ ţvottavélin gengur lengi, skíturinn kemur út aftur.
20.11.2008 | 12:27
Nú er nóg komiđ! BURT!
Er ekki nóg komiđ. Trúnađur og traust ţessa manns er ekki fyrir hendi hvorki innanlands né utan. Og er nú mál ađ linni. Sérlega í ljósi núverandi risalántöku.
Nýja Seđlabankastjórn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 11:05
Ţetta reddast - syndir feđranna
Nú vilja allir senda okkur töskur fullar af peningum. Vandamáliđ er bara ađ ţađ ţarf ađ borga. Er ríkisstjórnin búin ađ láta reikna út hvađ hvert okkar skuldar mikiđ og hvađ ţađ tekur langan tíma ađ borga ţessi lán? Borga börnin okkar fyrir syndir feđranna?
Hollendingar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2008 | 09:55
Ţróunarkenningin og kynin
Ţađ hefur veriđ haft á orđi og ţađ međ réttu ađ ţađ séu eiginlega sömu stjórarnir í bönkunum ţremur og voru ţar fyrir. Langmestur meirihluti sé ennţá karlmenn. Ţessar myndir fékk ég sendar (ađ vísu frá konu) sem sýna hugsanlega ţróun kynjanna í gegnum árin. Ćtli sé ekki tímabćrt ađ leyfa konunum ađ spreyta sig, ekki hefur okkur karlpeningnum gengiđ ţađ vel síđustu árin, eđa hvađ?
19.11.2008 | 23:35
Blendin viđbrögđ
Vćntanlega áttum viđ enga valkosti í stöđunni, allir kostir vondir, ţetta var afarkostur. Reynsla undanfarinna ára hefur nú ekki kennt Íslendingum ađ ţađ sé beinlínis til vegsauka eđa gleđi ađ fá peninga ađ láni. Nú skiptir auđvitađ mestu ađ halda vel á spöđunum. Ţeim sem hefur veriđ treyst fyrir peningum landsmanna undanfarin misseri er nú ekki treystandi fyrir barni yfir lćk. Svo er bara ađ fara ađ bretta upp ermarnar, spýta í lófana og hefjast handa viđ uppbygginguna. Taka til eftir liđiđ sem hélt partíiđ. Ekki látum viđ börnin okkar gera ţađ.
IMF samţykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
19.11.2008 | 21:22
Vinnuhópavćđingin - falleinkun
Ţeir sem ekki kunna ađ stjórna og geta ekki tekiđ ákvarđanir, ţeir skipa vinnuhópa.
Ţetta er nú ekki beinlínis traustvekjandi fyrir ţetta fólk sem hafđi nú reyndar ekki úr háum söđli ađ detta.
Íslenska ţjóđin vill ađ ţiđ fariđ ađ vinna heimavinnuna ykkar. Verkefnaskil á morgun, ţiđ fáiđ einkunn frá ţjóđinni strax.
Árangurinn hingađ til: Fallinn međ 4,9.
Nauđsynlegt ađ vera samstiga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |